Ég rakst á myndir af þessu fallega sænska heimili. Það er ung kona að nafni Marie Olsson sem býr þar ásamt manni sínum og börnum þeirra þrem…
…Heimilið er staðsett í litlum smábæ við sjóinn í Svíþjóð en þar búa aðeins rúmlega 500 manns.
Marie starfar sem innanhúshönnuður þannig að það er ekki skrítið að heimili hennar sé mjög fallegt og skemmtilegt en það einkennist af gömlum hlutum og björtum litum.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að skoða þær nánar en þær koma af MIXR:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.