Þetta fallega heimili er staðsett í Ástralíu. Þar býr fjögurra manna fjölskylda og einn hundur…
…Fjölskyldan hefur búið þarna í 5 ár og hefur komið sér vel fyrir. Þau hafa endurnýjað ýmislegt í gegnum tíðina en hafa jafnframt reynt að halda í gamla útlitið.
Húsmóðirinn er stílisti og rekur litla búð sem selur húsgögn og myndlist. Það vill svo vel til að búðin er við hliðina á heimilinu þannig að þegar fjölskyldan er að innrétta heimilið þá er auðvelt að ferja húsgögn og myndlist á milli.
Mikið af því sem sjá má á heimilinu kemur einmitt úr þessari sniðugu búð sem heitir One Small Room.
Uppáhalds húsgagn fjölskyldunnar er meðal annars ‘LC 4’ stólinn frá Le Corbusier en hann keyftu þau á ferðalagi um London.
Svo elska þau líka málverkin sín eftir Jacob Logos en annað hangir fyrir ofan arininn og hitt prýðir hjónaherbergið.
Æðislegt heimili þar sem viðurinn spilar stórt hlutverk.
________________________________________________________________________________________
Myndir fengnar að láni frá TheDesignFiles.com
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.