Danska hönnunarfyrirtækið Bloomingville hefur sent fá sér nýtt blað fyrir haustið/veturinn 2013
Blaðið er stútfullt af fallegum hugmyndum fyrir heimilið. Loftljósin, litavalið, gærurnar, bastkörfurnar og eldhúsvörurnar – allt eru þetta ofur fallegir og hlýlegir hlutir.
Uppsetningin á smáhlutunum er líka einstök og skemmtileg. Hægt að fá mikið af hugmyndum með því að skoða þessar flottu myndir hjá þeim. Haustlitirnir eru aðallega grátóna og brúnir á móti hvítum/svörtum lit. Alveg meiriháttar fallegt!
Loftljósin eru létt og nútímaleg, þau gefa alveg rétta andann fyrir skandinavíska hönnun.
Endilega kíktu á myndirnar til að fá hugmyndir um uppraðanir og litaval. Eins getur þú kíkt á heimasíðu Bloomingville hér og skoðað blaðið í heild sinni.

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.