Í hjarta Stokkhólms, Svíþjóð, nánar tiltekið í miðborginni er þessi ofur sæta íbúð.
Íbúðin hefur verið gerð upp á fallegan máta. Það athyglisverðasta við hana er þó hversu lítill kostnaður fór í að gera íbúðina upp. Hún er einfaldlega máluð í ljósum litum. Gluggar og hurðir lakkaðar hvítar og gólfið er pússað upp og hvíttað. Enda ótrúlega margt hægt að fegra og breyta með því að smella nýrri málningu á bæði veggi og húsgögn.
Uppröðunin í borðstofunni/stofunni er sæt og kósí. Hver hlutur á sinn stað og er íbúðin öll sem ein æðislega hlýleg.
Það allra skemmtilegasta við gömlu sænsku íbúðirnar eru kamínurnar og arnarnir. Sjáið þessa fegurð. Karakterinn sem einn arinn gefur rýminu er magnaður.
Blómavasar eru víða í íbúðinni og setja sinn ferskleika svip á heildina. Á milli eldhússkápa eru flísarnar hvítar en þær voru lakkaðar hvítar þegar íbúðin var tekin í gegn. Eldhússkáparnir fengu upplyftingu líka, nýjan front í hvítum lit og nýjar höldur.
Á þessari mynd sést best hversu smá íbúðin er. Svefnherbergið er stúkað af með glervegg og svo liggja borðstofa, eldhús og stofa saman.
Að lokum verðum við að sjá svalirnar. En þessar litlu sætu svalir tilheyra íbúðinni. Algjört æði og sýnir hversu auðvelt er að gera jafn lítið svæði ótrúlega kósí og hlýlegt. Bara að nota hugmyndaflugið.
Yndisleg íbúð sem hentar vel sem fyrsta íbúð hjá einstaklingi eða pari!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.