Dreymir þig um meiri rómantík inn á heimilið þitt
Langar þig að breyta til og koma þægilegri stemningu inn í svefnherbergið en veist ekki hvar þú átt að byrja?
Þá er um að gera að skoða þessar myndir og taka vel eftir smáatriðunum því smáatriðin gera heildina fullkomna. Það sem einkennir Shabby Chic stílinn…eða rómantíska antíkstílinn, eins og ég kalla hann oft, eru til dæmis rósettur í loftum, fallegar og stórar ljósakrónur. Hvítur liturinn er alls ráðandi og svolítið “notaður” með antík blæ. Perlur, blúndur, kerti og rósir eru einnig einstaklega vinsælir fylgihlutir.
Eins eru gamlar hurðar eða gluggar málaðir í antík stíl notaðar sem skreyting. Stórir og fallegir speglar setja svo glamúrinn inn í heildina.Einstaklega skemmtilegur, kvenlegur og rómantískur stíll.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.