Það er kominn tími til að skoða aftur skandinavíska hönnun en hún á svo vel við okkur hérna á Íslandi
Létt, þægileg, hlýleg og smart eru einkunnarorðin þegar hugsað er um skandinavíska hönnun. Léttleikinn er allsráðandi, mikið um hvíta og gráa tóna á móti svörtum og viðarlitum. Þægindin fást með púðum, skinnum, teppum og fallegum rúmfatnaði svo eitthvað sé nefnt. Hlýleikinn kemur með brúna tóninum, viðartóninum eða ljósu leðri. Þegar þessu öllu er raðað saman kemur smartleikinn í ljós.
Kíkjum á nokkrar myndir af fallegum heimilum í skandinavískum stíl.
Þetta eldhús er algjört nammi fyrir augað, svo hreint og fallegt. Skrautið á veggjunum er einfalt og ódýrt en kemur svo vel út.
Á þessari mynd sameinast fegurð og hönnun. Eames ruggustóllinn er í aðalhlutverki með flottu skinni en í sófanum er HAY púðinn að njóta sín. Sófinn kemur mjög vel út í þessum fallega gráa lit.
Alltaf gaman að skoða falleg heimili, endilega kíkið á myndasafnið til að sjá fleiri falleg heimili í skandinavískum stíl.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.