Það er óhætt að segja að verðlaunaarkitektinn John Minshaw hafi tök á því höfðinglega og klassíska.
Þessi fallegu heimili í London sýna handbragð hönnuðarins vel en þau hafa öll sama glæsilega, fágaða yfirbragðið þó þau séu ólík. Hér blandast það þunga, gamla og söguríka saman við nútímann á sérlega smekklegan máta. Öll smáatriði hugsuð til enda, hvort sem það eru hurðarhúnar eða hvernig málverkið kallast á við umhverfi sitt.
Virkilega fallegt…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.