Það væri gaman að eiga endalaust magn af peningum til að eyða í lífsins lystisemdir, eins og til dæmis þá að útbúa hið fullkomna baðherbergi.
Flest okkar eru alltaf á fullu alla daga, við hendumst í ræktina og í 2 mínútna langa sturtu þar á eftir en steingleymum að slaka á. Fullkomið baðherbergi minnir okkur hinsvegar á að gera nákvæmlega það. Lognast útaf í karinu og láta þreytuna líða úr líkama og sál. Þá er ekki verra að umhverfið í kring höfði til fegurðarskynsins. Þessar myndir sýna nokkur ómótstæðileg baðherbergi. Taktu eftir því hversu mörg standa beint fyrir framan glugga sem nær frá gólfi og upp í loft.
Ef þú átt næga peninga til að útbúa svona baðherbergi þá þarftu varla að hafa áhyggjur af fólki sem sér inn til þín heldur. Í fullkomnum heimi…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.