Gjafir jarðar eru takmarkaðar – þetta staðreynd en ekki uppfinning pípureykjandi hippakynslóðar sem trúði á frjálsar ástir.
Fólk er í ríkari mæli að gæta að neyslu sinni og umfangi sorps, sem hefur leitt til þess að innan hönnunargeirans er að myndast mjög sterk hefð fyrir því að nota hluti sem áður var kastað. Orð eins og up-cycling, re-cycling og re-purposing eru að verða fólki mjög töm og sjálfsögð. Á Íslandi heyrum við helst talað um endurvinnslu og er því hugtaki ætlað að spanna allt það sem felst í endur-nýtingu hluta. Ég kalla hér með eftir öðrum þýðingum ef einhver lumar á þeim, því mér finnst þetta eina orð ekki duga til að lýsa því sem fram fer.
En þá erum við komin að re-purposing hlutanum; sú aðferð að taka hluti sem áður nýttust í eitthvað ákveðið í ákveðinn tíma og breyta notagildi þeirra. Tökum sem dæmi penna sem hægt er að búa til úr ljós, þegar blekið úr honum er búið og ekki hægt að fylla á það. Eða einnota plastglös sem enginn vill nota tvisvar….
Þessi ljós sem ég sýni hérna eiga það öll sameiginleg að vera sett saman úr hlutum sem áður höfðu annan tilgang og önnur not. Og þá er það spurningin; er þetta óþarfa nýtni eða gargandi snilld ? Það er þitt að ákveða.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.