Þessi íbúð er gerð upp í nútímalegum stíl, með öllum þeim nútíma þægindum sem í boði eru. Ákaflega falleg í 130 ára gömlu húsi í Moskvu, Rússlandi
Íbúðin er aðeins 70fm en nýtist einstaklega vel. Gömlu múrveggirnir fá að halda sér eins og þeir voru upprunalega og nútímalega stílnum er blandað inn í af einstakri snilld. Eldhúsið skartar eldrauðri innréttingu á móti stáli, hvítum húsgögnum og sérsmíðuðu viðarborði.
Rauði liturinn smitast á milli rýma eins og sést vel á vali á málverkum og eins sést rauði liturinn á pool borðinu. Þetta er flott leið til að sameina einn sérstakan stíll á milli herbergja. Leyfa einum lit að fljóta vel án þess þó að það verð þvingandi og áberandi. Þannig fær yfirborð íbúðarinnar að njóta sín best og fullkomið jafnvægi mótast.
Fullkomlega aðlaðandi og hugguleg íbúð með þrusu flottri eldhúsinnréttingu á besta stað í miðborg Moskvu
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.