Síðustu ár hafa vörubretti fengið nýjan tilgang inn á heimilum fólks en víða er vinsælt að búa til m.a. borð, stóla, sjónvarpsborð og hillur úr þeim svo eitthvað sé nefnt.
Þessi óvenjulega og fallega íbúð skartar ófáum vörubrettum og eru m.a. þau notuð sem innréttingar í eldhús, baðherbergi og stofu. Frekar hrár og grófur stíll í bland við nútímalega hönnun. Íbúðin er um 180 fermetrar og er staðsett í miðborg Flórens á Ítalíu. Hún er notuð fyrir samkomur af ýmsu tagi og leigð út fyrir veislur og aðra viðburði.
Eins skartar hún húsgögnum frá nokkrum þekktustu húsgagnahönnuðum heims eins og til dæmis Eames, Saarinen og Le Corbusier. Sniðug og ofur nútímaleg íbúð sem heiðrar endurnýtinguna í botn.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.