Ég rakst á þessar fallegu myndir af eldhúsum um daginn. Reyndar rakst ég á ansi margar, en valdi út nokkrar sem mér þóttu sérlega heillandi. Þetta svarta eldhús er t.d. alveg óhemju sérstakt og elegant.
…meira að segja loftið er lakkað svart í háglans.
Undanfarin misseri hefur birtan verið allsráðandi í húsum og hýbílum og stundum er gengið svo langt að allt er hvítt í hólf og gólf. En eitthvað segir mér að þetta sé að fara að breytast. Ég held að dimman, flauelsmjúk og hlý, ætli að mæta til leiks ekki síðar en næsta haust í innanhússblöðum.
Hvernig týpa á heima þarna? Varla manneskja með lítil börn en maður veit samt aldrei. Þetta er öðruvísi, fágað og flott.
Hér eru svo nokkur fleiri sem ég tók sérstaklega eftir.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.