Emily Henson er innanhússtílisti og “gluggahönnuður” nýflutt frá Los Angeles til Lundúna en þar tók hún í gegn litla íbúð fyrir sig og sína sem telur átta manna fjölskyldu (og 2 hundar).
Nýja heimilið er í gömlu húsi þar sem allt hefur verið endurskipulagt og núna er það blessunarlega laust við hálfveggfóðraða veggi sem eru enn afar vinsælir á breskum heimilum, hvernig sem á því stendur.
Heimili fjölskyldunnar er hinsvegar stútfullt af karakter og listaverk skreyta flesta veggi sem eru eftir fjölskyldumeðlimi – litríkt heimili en hlýlegt í senn.
myndir fengnar frá Design Sponge.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.