Það hefur verið vinsælt hjá ansi mörgum í gegnum tíðina að hafa stóra dýrahausa hangandi upp á vegg hjá sér.
Oft voru það veiðimennirnir sem veiddu dýrið sem notuðu hausana sem eitthvað stöðutákn… eða voru hreinlega svona stoltir að höfuðið var notað til að skreyta veggi heimilisins. En það eru fleiri en veiðimennirnir sem eru að fíla hausana upp á vegg. Nú er það svakalega heitt að hafa dýrahauskúpur upp á vegg og seljast þær eins og heitar lummur út um heim allan.
Sjáið myndir af nokkrum svona hauskúpum hér fyrir neðan… Hvað finnst þér – flott eða óhugnarlegt?
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.