Svart-hvítar áherslur eru mjög áberandi í innanhússhönnun þó að þættirnir hennar Völu Matt séu löngu farnir af skjánum.
Nú er það ekki svart-hvítur íburður heldur minimalismi í bland við hönnunarperlur og áherslur frá miðri síðustu öld. Stórar svart-hvítar myndir í römmum, hvítar gærur, svört húsgögn allt í bland.
Þessi flotta íbúð er í Stokkhólmi, nánar tiltekið við MALMGÅRDSVÄGEN 32A. Íbúðin er lítil í sniðum en mjög skemmtilega innréttuð og minimalisminn, eða naumhyggjan, fer henni vel sökum smæðarinnar.
Svörtu flísarnar við innréttinguna eru klassískar. Munu standast tímans tönn enda áhrifin sótt til síðustu aldar.
Falleg speglun frá glösunum. Svona “litlir hlutir” geta orðið stórir þegar verið er að hanna og skreyta heimili.
Sófinn sækir til áhrifa frá mid-century-modern tímabilinu sem er mjög vinsælt þessi misserin, borðin eru klassísk hönnun og fara vel á ljósu parketinu.
Mjög skemmtilega innréttað heimili með fáum en fallegum klassískum munum sem er vandlega upp stillt svo að útkoman sé í senn tímalaus, hlýleg og fáguð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.