Í innliti dagsins kíkjum við á sumarhús í Danmörku
Húsið er ósköp venjulegt að utan miðað við sumarhús en að innan er það innréttað í mjög nútímalegum stíl. Innréttingarnar og hvítar, loftin og veggir sömuleiðis. Húsgögnin eru mjög létt og “modern” og fáir litir eru notaðir en þrátt fyrir allsráðandi hvíta litinn tekst þeim að skapa skemmtilegt, fallegt og kósí sumarhús.
Gluggum var skipt út fyrir nýja og rennihurðum komið fyrir í borðstofunni. Enda ósköp þægilegt að geta loftað vel út á hlýjum sumardögum. Svo nýtur sá sem inni situr einnig betur útsýnisins út um þessa flottu glugga.
Punkturinn yfir i-ið er auðvita kamínan er stendur á miðju stofugólfi. Hún skapar hlýlega og kósí stemningu sem er nauðsynleg fyrir öll sumarhús.
Herbergin í húsinu eru lítil er mjög vel nýtt, þar er hægt að sjá sniðugar lausnir er kemur að litlum rýmum. Frábær leikaðstaða fyrir börnin á miðjum gangi en þar hefur verið útbúið borð með góðri lýsingu, stóru skápaplássi fyrir liti, litabækur, bækur og annað dót.
Smart sumarhús í flottum stíl
Það er farið að aukast verulega að fólk er farið að
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.