Sumar konur eru kraftmeiri en aðrar. Ætli hin danska Susanne Søllund fatahönnuður falli ekki í þann flokk en hún tók sjálf þetta baðherbergi í gegn og sparaði með því fullt af peningum.
Hún segist hafa notað innblástur úr japanskri hönnun þar sem allt er hreint og klárt, skýrar og skarpar línur. Susanne segir okkur jú glíma við svo mikið áreiti frá degi til dags og því um að gera að hafa baðherbergið einskonar griðarstað en sjálf býr hún á Bornholm eða í Borgundarhólmi.
Hönnuðurinn valdi 10×10 hvítar og svartar flísar á allt enda klassískt og baðkarið vildi hún hafa stórt þar sem þeim mæðgum finnst gaman að fara saman í bað.
Óneitanlega skemmtilega útfært hjá konunni:
Myndirnar eru fengar að láni frá Boligmagazinet.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.