Þetta fallega hús er á Nýja sjálandi en eigandinn vildi hús þar sem ströndin og sjórinn yrðu hluti af hönnun hússins.
Húsið var því hannað með stórum og miklum rennihurðum úr gleri svo hægt væri að dást að útsýninu úr öllum áttum. Í miðju hússins er lítil tjörn og yfirbyggð verönd fyrir grillið og útihúsgögnin. Þau nota að vísu Eames stólana sem útistóla, það kemur vel út en við myndum eflaust ekki tíma að nota þá úti í í okkar íslenska veðurfari.
Önnur húsgögn er valin af kostgæfni, stólar er minna á hafið. Veggirnir eru bæði hvítir og eins er hrár múrinn notaður sem á að minna á steinana á ströndinni. Skemmtileg og öðruvísi hönnun á ferð
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.