Eigendurnir búa í Danmörku og vildu eignast fallegt sumarhús á Ítalíu.
Fyrir valinu varð þetta fallega gamla hús sem áður var notað sem kastali á 18 öld. Húsinu var breytt og lagað að nútímalegum þægindum en samt var eldra útlitinu haldið eins vel og hægt var.
Arkitektinn notaði einungis rólega og þægilega liti og valdi að hafa veggina í sínu upprunarlegu útliti. Húsgögnin eru nútíma klassík flest öll frá 1960 eins og Eames stólarnir vinsælu.
Ævintýraleg fegurð og glæsileiki!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.