Árið 1950 hönnuðu Ray og Charles Eames plaststólinn Eames.
Stóllinn var hannaður sem heimilisstóll en hefur einnig verið einstaklega vinsæll á kaffihúsum, bókahúsum, flugvöllum og á aðra opinbera staði. Enda þægilegur og sterkbyggður stóll.
Stólinn er hægt að fá í 8 mismunandi litum og eins hægt að fá þá bólstraða. Hægt er að velja um 13 mismunandi liti á áklæði.
Tvær týpur eru af skeljum með og án arma en nokkrir möguleikar eru á fótunum, þeir allra vinsælustu eru tréfæturnir og eins stálfæturnir sem heita “wire base”.
Eames er einnig framleiddur sem ruggustóll með tréfótum, svakalega fallegur stóll sem unir sér vel í hvaða stofu sem er.
Í dag rúmlega 60 árum eftir að hann var hannaður fyrst er hann einn sá allra vinsælasti stóll sem hannaður hefur verið. Stóllinn sést nánast í hverju einasta hönnunarblaði sem tilheyrir heimilum og hönnun. Enda rosalega flott mubla. Hann tekur sig vel út einn og sér og eins nokkrir saman.
Tímalaus og falleg hönnun sem fer aldrei úr tísku!
_____________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.