Ég rakst á myndaalbúm hjá facebook vinkonu af dásamlegum litlum húsum, fór á stúfana og fann heilan heim af krúttlegum kofum.
Sjálfa hefur mig alltaf dreymt um svona lítinn “kolonihave” eins og danirnir kalla það, garðskiki með sætu “dúkkuhúsi” og rósarunnum…
Á Tiny House Blog er hægt að skoða endalausa möguleika á litlum kofum, trjáhúsum og húsvögnum sem eru mun sniðugri í útliti heldur en þessir sem maður á að venjast.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.