Ég verð að viðurkenna að mig dreymir um fataherbergi og ef ég væri svo heppin að hafa auka herbergi í minni íbúð..tja þá væri það drauma fataherbergið!
Það er einfalt að breyta herbergi yfir í fataherbergi með einföldum skápum eða slám. Svo ég tali nú ekki um skóna, hver vill ekki hafa skóna sína uppraðaða þannig að þeir sjáist vel og njóti sín í botn?
Ekki væri nú verra að hafa snyrtiaðstöðu inni í herberginu, fallegan stól og RISA ljósakrónu til að toppa málið. Algjört nammi-herbergi fyrir sál og líkama. Byrja daginn á sturtu og skella sér svo beint inn í prívat herbergi til að dressa sig upp fyrir daginn. Ímyndaðu þér öll fötin í röð og reglu, skórnir í hillum eða á slám. Hálsfestar og annað skart á sínum stað, hattar, töskur og aðrir fylgihlutir vel raðaðir og sýnilegir. Þvílíkur draumur!
Þetta er s.s. möguleiki ef maður er svo heppin að eiga aukaherbergi…eða bíða spennt eftir að börnin flytji að heiman (nei ég segi svona…eða kannski smá)
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.