Stundum held ég að ég hafi séð allar fallegustu villur heims eftir ótal stunda vafur á netinu en svo kemur alltaf eitthvað nýtt sem slær í gegn.
Ef þetta er ekki draumahúsið þá hef ég ekki séð það. Þessi villa stendur við strönd Kyrrahafsins, og var nýlega til sölu. Spurning um að brjóta sparibaukinn og rjúka út á Keflavíkurflugvöll? Bara ef…
Náttúruleg efni í fyrirrúmi, staðsetningin algjör draumur og ekki verra að húsið er á einum skemmtilegasta stað heims, það er að segja í Kaliforníu þar sem hitinn fer sjaldan undir 20 gráður.
Baðherbergi og samliggjandi svefnherbergi með arineldi, hátt til lofts, risastórir gluggar en samt enginn að kíkja inn. Fullkomið.
Sjáumst í Kaliforníu!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.