Væri ekki dásamlegt að komast í nokkrar vikur í sólina og gista í svona guðdómlega fallegu húsi!?
Hönnunin er nútímaleg með öllum þeim þægindum sem gerir lífið auðveldara. Hvítir tónar í húsgögnum og veggjum. Eldhúsið er með dökkri viðarinnréttingu og svörtum barstólum. Þar sem húsgögnin eru að mestu hvít eru þau frekar hlutlaus í heildarútlitinu.
Útsýnið fær að njóta sín vel enda eru gluggar frá gólfi og upp í loft. Eins er hægt að opna gluggann í stofunni en þar er rennihurð svo veröndin og stofan sameinast í eitt rými.
Fullkomin og flott verönd prýðir húsið og hægt er að ganga beint út á ströndina af veröndinni. Algjör draumur þetta fallega hús á miðri Malibu ströndinni!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.