Þessi fallega íbúð, sem var hönnuð fyrir ungan rithöfund, er staðsett í miðborg Parísar og er 60 fm á stærð. Eins og rithöfunda er siður les hann mikið af bókum og vildi því hafa pláss fyrir bækurnar sínar án þess að raða þeim upp í hinar hefðbundnu bókahillur.
Útkoman er vægast sagt frábær, en sérsmíðaðar hillur af öllum stærðum og gerðum voru settar í íbúðina. Fjölbreytileiki þeirra gerir íbúðina létta og skemmtilega.
Hillurnar eru líka málaðar að innan, appelsínugular eða svartar. Það veitir veggjunum sérstakt þrívíddar lúkk. Mjög sérstakt en einstaklega fallegt heildarútlit.

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.