Hjónin sem hér búa eru listamenn og vildu eignast heimili þar sem þau gætu sinnt list sinni
Útkoman er gamalt sveitaheimili rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Þau héldu að mestu gamla stílnum í húsinu. Múrsteinarnir fengu að halda sér. Í gólfið var settur hiti og flotað yfir. Húsið er á tveimur hæðum og er einstaklega smart hannað með tilliti til listaverkanna sem hjónin sýna á heimili sínu.
Eldhúsið er háglans hvítt á móti múrveggjum með hráum húsgögnum. Eldhúsborðið gerðu þau sjálf en það er gert úr gömlum við. Kemur alveg æðislega út. Massíft og töff!
Svefnherbergið er líka ferlega flott en þar eru þau með barnarúm yngsta meðlim fjölskyldunnar. Fyrir ofan rúmið hjá barninu hanga 3 falleg ljós í sterkum litum, sem setja sinn flotta karakter á herbergið. Sérstaklega þar sem þetta eru einu litirnir sem þau nota í innanstokksmunum. Annars eru það bara málverkin sem fá að njóta sín og litirnir í þeim.
Sjúklega fallegt heimili! Er algjörlega dolfallin yfir þessu!
___________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.