Þegar kemur að því að velja liti fyrir veggi heimilisins á fólk það til að mála allt hvítt. Bara svona til að vera örugg og gera engin litamistök.
Oft kemur það betur út fyrir heildina að fá smá litatón inn í rýmið. Smella lit á einn af stofuveggjunum, eldhúsið, forstofuna eða það sem kemur sérstaklega vel út, svefnherbergið.
Svefnherbergið þarf ekki að vera yfirfullt af myndum og myndarömmum. Í raun er nóg að mála í hlýjum tón og velja púða og rúmteppi á rúmið til að gjörbreyta herberginu og skapa örlitla hlýju þar inni.
Þegar velja skal litatón er gott að velja lit sem er hlýr og passar við þau húsgögn sem maður á. Flestir tónar í brúnum og gráum fara vel við bæði antík húsgögn og nútímaleg húsgögn. Svo getur liturinn líka verið tenging á milli nýju húsgagnanna og þeirra gömlu, sem sagt litur sem blandar tveimur ólíkum stílum vel saman.
Endilega kíktu á myndaalbúmið til að fá fleiri hugmyndir fyrir þitt heimili
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.