Dökkir veggir draga vissulega úr birtu og geta gert rýmið mun þægilegra en glansandi hvítir veggir
Ef þú ert að hugsa um að mála vegg í dökkum lit þá er gott að hafa í huga að fylgihlutirnir ættu helst að vera í ljósari kantinum, svo sem gardínur, púðar, rúmföt, náttljós. Þá samsvarar herbergið sér betur en þú heldur samt sem áður birtustiginu í herberginu lágu. Dökkir veggir í svefnherbergi henta sérstaklega vel þeim sem sofa illa í birtu.
Oft er nóg að mála einn vegg í herberginu í dökkum lit, það getur verið grár, dökk grár og alveg upp í svartan lit. Þá er best að velja vegginn fyrir aftan höfuðgaflinn á rúminu. Skreyta hann einnig með myndum í ljósari lit en liturinn sem er á veggnum er til að fá auka dýpt í hann og hreyfingu.
Kíktu á myndaalbúmið til að fá fleiri hugmyndir ef þú ert að spá í að mála svefnherbergið þitt. Þetta er breyting sem gerir mikið fyrir herbergið en kostar ekki mikið meira en sirka tvo lítra af málningu, pensil, rúllu og tvo klukkutíma í vinnu.
Þetta eru mjög fallegar myndir!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.