Langar þig til að breyta til heima hjá þér og fá dökka innréttingu í eldhúsið?
Þá er um að gera að skoða þessar tillögur og sjá hvort eitthvað af þeim heillar þig því dökkar innréttingar í eldhús hafa verið afar vinsælar um skeið og verða eflaust áfram næstu misseri. Hérna koma nokkrar flottar hugmyndir að fallegum dökkum innréttingum fyrir eldhús.
1. Hin fágaða
Þessi fallega innrétting passar fullkomlega þar sem plássið er nóg. Innréttingin er fáguð og hrein nútímahönnun.
2. Hressa týpan
Falleg hönnun þar sem hönnuðurinn leikur sér að litunum. Leyfir röndunum í hurðunum njóta sín á móti mjúkum og þægilegum tónum í borðplötunni. Klárlega eldhúsinnrétting sem tekið er eftir.
3. Innrétting úr framtíðinni
Svarti og silfur liturinn sameinast í þessari innréttingu sem virðist hafa verið skellt inn beint frá árinu 2090. Stálið er kalt og sama má segja um svarta litinn líka, flott innrétting fyrir piparsvein framtíðarinnar
4. Sú áhugaverða
Þessi fallega innrétting er algjörlega fyrir utan hið hefðbundna eldhúsinnréttinga útlit. Hillurnar, málverkið og viftan gera eldhúsið að einstökum stað. Einnig mjög skemmtilegt hvernig er tekið út fyrir vinnuplássinu en þarna hefur sá sem er í eldhúsinu allt við hendina því eldhúsið er hannað í hálfhring.
5. Flottir kontrastar
Ef þig langar í eldhús serm er áberandi þá er um að gera að skella ólíkum hlutum saman og skapa fallegan kontrast. Notaðu mismunandi liti, áferðir fyrir hurðarnar, borðplötuna og flísarnar.
6. Rúmgott eldhús
Þegar þú ert að hanna eldhúsið þitt þá er nauðsynlegt að hugsa um stærðina og hvernig þú getur látið plássið líta út fyrir að vera stærra en það er. Það geturðu gert með því að spila hvítum og svörtum litum saman eins og sést vel á þessari mynd. Svartur bakgrunnur og hvítar innréttingar. Háir skápar sem ná upp í loft láta rými oft virka mun stærri en þau eru.
7. Nútímalegt með grænum tóni
Græni liturinn fer einstaklega vel með svörtum/dökkum lit. Hvítu fylgihlutirnir gera heilmikið fyrir heildina og veita eldhúsinu hlýleika ásamt því að gefa rýminu nútímalegan sjarma. Verulega flott dökkt eldhús.
Vona að þessar hugmyndir koma að góðum notum, gangi þér vel með þitt eldhús.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.