Þessi sniðuga DIY hugmynd er ferlega einföld og flott
Jafnvel þær sem segjast vera með þumalfingur á hverjum fingri ættu að geta skellt þessu saman. Þú einfaldlega skreppur út í búð, til dæmis Söstrene Grene og kaupir límbönd í þeim litum sem þú fílar. Finnur flottar myndir, hvort sem það eru myndir af einhverjum úr fjölskyldunni, fallegu landslagi eða úrklippur úr tímaritum og býrð til flottan myndavegg eða “moodboard”.
Það kemur mjög vel út að hafa límbandið ekki alveg þráðbeint í kringum myndirnar, láta það líta út eins og því sé skellt í kringum myndina og jafnvel búið til smá munstur í kringum myndina með límbandinu.
Skemmtileg, ódýr og flott hugmynd sem allir ættu að geta gert
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.