Oft má gera flottar breytingar á heimilinu með því að nota efni sem er ódýrt eins og til dæmis búa til flottan rúmgafl fyrir ofan ameríska rúmið.
Svefnherbergi er staður sem á helst að vera huggulegur, smart og þægilegur enda eyðum við (eða ættum) um það bil átta tímum á sólarhring þar inni, stundum meira. Rúmgaflar eiga það til að vera fokdýrir svo það er alltaf ágætis hugmynd að búa sér til sinn eiginn rúmgafl, rúmgafl sem þú sérð ekki í hvaða svefnherbergi sem er og er algjörlega einstakur.
Vinsælasta efnið til að búa sér til sinn eigin rúmgafl er að nota viðarpallettur, hægt er að fá þær ódýrar eða jafnvel gefins. Svo er að taka þær í sundur, pússa spíturnar og bæsa í þeim lit sem þú vilt hafa viðinn í. Eins er hægt að hvítta spíturnar og þá er best að blanda saman helming vatn á móti helming af hvítri málningu og bera með tusku á spíturnar. Ath að oft þarf að fara nokkrar umferðir yfir þar sem málningin er mjög þunn þegar hún er blönduð með vatni. Þegar liturinn er kominn á er kominn tími til að raða spítunum upp á þann máta sem þú vilt hafa þær (stærð og lögun) og byrja að smíða.
Hérna eru nokkrar flottar myndir af heimagerðum rúmgöflum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.