Þetta fallega strandhús hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því í kringum 1950 en ættfaðirinn keypti eyjuna sem húsið stendur á eftir að hafa komið auga á hana úr lofti.
Það var í kringum 1920 og nú er það umsjónarmaður hússins sem gætir þess allt árið um kring en fjölskyldan, sem er vel efnuð, dvelur þar heitustu mánuði sumarsins. Eyjan sem kallast Lopez er rétt utan við Washington fylki í Bandaríkjunum og er vinsæll ferðamannastaður en húsið er á suðurhluta eyjunnar.
Hér eru öll sömu húsgögnin og voru keypt inn um það leiti sem húsið var byggt. Einstaklega fallegt og sérstakt. Minnir svolítið á stemmninguna í Gljúfrasteini. Munir sem íbúar hafa tekið með sér af ferðalögum um heiminn fá að njóta sín og þannig öðlast húsið sagnastemmingu sem á svo vel við á slíkum stað.
Litaskemað í húsinu er blanda af gráum, steinbláum og öðrum jarðlitum pasteltónum sem fara ákaflega vel við handgerð húsgögnin sem eru öll í frábæru ástandi, rúmlega hálfri öld eftir að þau voru keypt inn. Tímalaus og falleg klassík:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.