Ég hef alltaf verið óskaplega svag fyrir þeim stíl er kallast Mid Century Modern. Þessi stíll nýtur sín m.a. óskaplega vel í þáttunum Mad Men en svo má líka sjá brot úr honum á Gljúfrasteini Halldórs Laxness og víðar.
Hér er hús í Conneticut fylki í Bandaríkjunum. Þarna búa tveir strákar, par, með afburða fágaðan og fallegan smekk. Fyrir utan það að húsið sjálft er náttúrulega algjörlega geðveikt. Æðislegir gluggar, hátt til lofts, falleg húsgögn og einstaklega mikið privatlíf sem mér finnast algjör forréttindi.
Hvað er meira næs en að geta farið í bað og horft á náttúruna út um stóran glugga eða ganga í handklæðinu (eða ekki) að svefnherbergisglugganum sínum til að horfa upp til stjarnanna á nóttunni?
Fann myndirnar hjá Dwell.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.