Þetta fallega gamla hús er byggt snemma á 19 öldinni og hefur fengið dásamlega yfirhalningu í vintage og shabby chic stíl
Gömlum og nýjum hlutum er blandað saman á listilega góðan hátt. Eldri hlutirnir fá að njóta sín og léttleiki ríkir yfir heildinni. Falleg verönd prýðir húsið að framan, svona ekta amerísk verönd með ruggustól og blómum í kring.
Hvíti liturinn ásamt beige og brúnum tónum blandast vel saman og saman skapa litirnir hlýlega heild.
Borðstofuborðið og stólarnir hafa verið gerðir upp og settir í hinn sjarmerandi stíl, shabby chic sem er örlítið veðraður og fær þetta “gamla” útlit en er þó með létt yfirbragð á sama tíma.
Dásamlegir fylgihlutir sem er raðað einstaklega fallega upp. Rómantíkin í botni.
Það þarf ekki mörg orð við þessar fallegu myndir, þær skýra sig út sjálfar en húsið er einstaklega fallegt. Allir hlutirnir sem prýða það fara einstaklega vel við stemminguna og gera heildarmyndina fullkomna. Draumur í dós.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.