Það eru fáar búðir í höfuðborginni sem hafa vakið jafn mikla ánægju hjá mér og Ungfrúin góða
Þessi dásemdar búð er í hjarta borgarinnar á Hallveigarstíg og selur æðislegar vörur fyrir heimilið og allskonar vörur fyrir dömur á öllum aldri. Flestar vörurnar þeirra koma frá París og Danmörku og vitum við nú flestar hvað það þýðir. Já, það þýðir lekkerar gæðavörur.
Ég hef fylgst með þeim á facebook um nokkuð skeið og ekki farið að skoða fyrr en núna í vikunni. Verð ég nú að segja að ég varð fyrir svo miklum gleði áhrifum að það hálfa væri hellings nóg. Hlutirnir þarna inni eru algjört glamúr og glæsileiki, hver einasti svei mér þá! Bleikt, gyllt og silfur í allskonar útgáfum með smá dassi af glimmer og glamúr.
Sjáið þessa sjúklega flottu bakka, bakkarnir koma frá Frakklandi og eru bara glamúr alla leið!
Sápustykkin koma auðvitað í flottum umbúðum líka…
Töskurnar eru líka alveg rosalega flottar, sjáið þennan textíl.
Púðarnir og bakkarnir eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og fjárfesti ég í þessum flotta bleika púða sem prýðir efstu hilluna. Púðinn er rauðbrúnbleikur á lit með flottum Lennon hundi í miðjunni…algjör dásemd fyrir sumarið. Léttur og fallegur með flottum húmor.
Servíetturnar í neðstu hillunni eru líka með þeim flottari sem ég hef séð í mörg ár, en ég er servíettu sjúk kona og vil helst eiga nóg af flottum og sérstökum servíettum.
Algjörlega æðisleg búð með rosalega sætum hlutum. Mæli með því að kíkja næst þegar þú ferð í bæinn og langar að sjá sæta, öðruvísi, krúttlega, dömulega og smart hluti. Eitt er víst..ég á eftir að verða tíður gestur þarna!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.