Dádýra og hreindýrahorn hafa verið mjög vinsæl undanfarið sem skraut á heimilum landsins
En það eru ekki allir sem vita hvernig best er að skreyta með þeim. Hægt er að nota þau sem skraut eitt og sér og síðan er hægt að nota þau þannig að þau nýtist bæði sem skraut og sem hanki undir skartgripi til dæmis.
Aðrir vilja hafa hornin í lit og þá er nú einfalt að skella smá málningu á þau til að hressa þau upp. Þau setja til dæmis mjög mikinn svip á herbergið ef hornið er málað í hvítum lit og sett á dökkan vegg eins og sjá má á þessum myndum.
Verulega skemmtilegt og töff skraut fyrir heimilið
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.