Í innliti dagsins lítum við á íbúð eina sem tilheyrir ríkum piparsveini í Rotterdam í Hollandi.
Íbúðin minnir mig alveg svakalega mikið á Christian Gray úr bókunum fimmtíu gráir skuggar, en ef ég ætti að ímynda mér heimilið hans þá væri það nokkurn vegin eins og þetta.
Mikið um dökka liti, leður á veggjum og marmari á borðum. Baðherbergið er mjög ríkumannlega útbúið og þar má sjá nýja tækni og nýja hönnun í hæsta gæðaflokki. Í borðstofunni má skipta um stemningu með því einu að leika sér að ljósunum, en þau skipta litum eftir því hvernig stemningu eigandinn vill hafa. Hægt er að hafa stillt á venjulega stillingu sem er eins lýsing og við flest þekkjum en svo má leika sér með bláa, rauða, fjólubláa og græna tóna, bara allt eftir því hvernig skapi eigandinn er í.
Það er mjög hátt til lofts í íbúðinni sem er á tveimur hæðum og fær loftljósið að njóta sín eins vel og hægt er með alla þessa lofthæð. Bæði stofuborðin og borðstofuborðið er sérsmíðað að ósk eigandans og eru þau grófgerð og flott. Grái liturinn fær að njóta sín í öllum sínum flottu litbrigðum bæði í stofu sem og annars staðar í íbúðinni.
Baðherbergið skartar auðvita gráa litnum líka, enda er hann allsráðandi. Inná baðherberginu eru þessar líka flottu mósaík flísar sem njóta sín mjög vel við fallega mótað baðkerið.
Íbúð sem gaman er að skoða, kíkið á fleiri myndir í myndasafninu…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.