Ég á hreinlega ekki til orð, er gjörsamlega dolfallin yfir glæsilegu heimili í Mirable, Quebec, Kanada.
Claudie Dubreuil ákvað að byggja húsið sitt úr mjög óhefðbundnum byggingarefnum. Hún byrjaði á því að hafa samband við verkfræðistofu og pantaði hjá þeim stóra málmgáma.
Á innan við tveimur vikum voru gámarnir tilbúnir og smiðunum tókst að koma þeim fyrir á einum degi. Gámarnir voru því næst klæddir furu.
Húsið er algjörlega dásamlegt að innan.
Stórir gluggar stækka rýmið.
Hringstigi.
Hjarta mitt tekur auka slag.
Baðherbergið.
Claudie hafði dreymt um að eignast bóhemískt svefnherbergi. Herbergið flæðir við klósett og sturtu.
Á jarðhæðinni má sjá hvernig gámarnir litu út upprunalega.
Á efri hæðinni er opið svæði með útisturtu.
Já, já og aftur já!
(Frétt fengin af brightside.me)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.