Rakst á þessa frábæru hugmynd hjá Riikka…
Þessi fatahengi eru líka fallegri en hin venjulegu fatahengi og mjög auðvelt er að búa þetta til sjálf.
Það sem þú þarft til að skella í eitt fatahengi er:
- Sirka 5 metra af pípulögnum, 6 horn stykki og 4 stykki með 3 götum
- Grunn og málningu
Festir þetta saman og málar í þeim lit sem passar inni hjá þér.
Auðvelt og mjög töff!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.