Að eiga fallegt baðherbergi er algjör draumur. Sérhannað að þínum hentugleika og eftir þínum persónulega stíl.
Baðherbergið byggist auðvitað upp á hversu stórt rýmið er og hversu miklu þú getur eytt í hönnunina en þrátt fyrir að baðherbergi séu oft lítil er hægt að gera margt fallegt og persónulegt.
PLAN OG TILBOÐ
Þú þarft að byrja á því að gera plan. Skoðaðu nóg af myndum af baðherbergjum í tímaritum á netinu og á vefsíðum hjá þeim sem selja innréttingar og baðtæki. Mörg fyrirtæki eru líka með fínar uppstillingar af möguleikum og gott er að velta þeim fyrir sér og sjá möguleika fyrir það pláss sem þú ert með. Þegar þú ert komin með myndir og hugmyndir að útliti þá er gott að reikna út kostnað. Fá tilboð frá fyrirtækjum varðandi innréttingar, flísar og baðtæki.
LÝSING
Mundu sérstaklega eftir að taka lýsingu inn í dæmið, því góð lýsing skilar sér alltaf vel og sérstaklega á baðherbergjum. Við viljum hafa góða lýsingu þar inni. Einnig þarf að huga að því hversu mikið skápapláss hver og einn þarf.
MEIRA ER MINNA
Í minni rýmum eru oft sturtur, þær eru margar hverjar svakalega flottar og óendanlegir möguleikar á útfærslum á þeim. Ef þú hefur pláss fyrir baðker er mjög flott að hafa það á smá palli, þannig að kerið njóti sín vel og brjóti aðeins herbergið upp. Verði ekki eins hversdagslegt.
Svo er um að gera að finna fallega fylgihluti á baðherbergið sem lýsa þínum stíl. Kerti, kertastjakar, blóm, listaverk og fallegar skálar gera mjög mikið fyrir útlitið. Bara að passa að hafa ekki of mikið af hlutum, minna er meira í þessu herbergi.
Hérna eru svo nokkrar myndir af fallegum baðherbergjum til að fá nokkrar hugmyndir. Gangi þér vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.