Í þessari skemmtilegu íbúð býr bloggarinn Siw Haveland:
Siw er óhrædd við að blanda nýjum og gömlum hlutum saman og koma þeir mjög skemmtilega út hjá henni. Íbúðin er í heild sinni mjög björt og falleg. Sýnir vel að þarna býr ung kona með mikinn áhuga á fallegum hlutum ásamt fötum og skarti. Til dæmis blandar hún skáp frá IKEA, stól frá miðri síðustu öld og Kartel lampa saman og það kemur mjög vel út.
Hún leyfir fötunum sínum og skarti að vera aðalatriðið í svefnherberginu sínu og hefur fataskápinn opinn. Ég gæti sjálf aldrei haft þetta svona því þetta truflar augað svo svakalega, en sem betur fer höfum við ekki öll sama smekk. Annars er ég mjög hrifin af gamla rúmteppinu sem hún notar. Það gefur herberginu svona smá gamaldags glamúrfíling.
Anddyrið er einstaklega smart að mínu mati. Mjög stílhreint og gefur manni þá tilfinningu að fólk sé velkomið. Ljósmyndirnar á veggnum eru líka mjög smart!
Njótið myndanna…þær eru dásamlegar.
____________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.