Hver elskar ekki að hafa fallegt og hlýlegt í kringum sig? Blóm eru einföld leið til að lífga upp á rými og gleðja augað. Stór blómvöndur sem þú fékkst í afmælisgjöf eða bara lúpínur sem þú týndir í göngutúr, settar í gamla krukku, hvort tveggja gengur upp …
… Það þarf ekki að vera dýrt að skreyta í kringum sig með plöntum og blómum og þú þarft ekki einu sinni að eiga blómavasa! Kaffibollar, krukkur, og dósir geta nýst undir blómin og plöntunar. Mæli með að splæsa í einn sætan kaktus eða fara út og týna fallega grein ef heimilið er eitthvað þreytulegt að sjá.
Ef þig langar svo til að gefa blóm þá er ágætt að vita hvað þau þýða. Hér eru þýðingar fyrir nokkrar blómategundir:
- Kaktus: Hreysti og þol.
- Daisy: Blíða, sakleysi, trygg ást.
- Hvít Jasmína: Gleði.
- Appelsínugul Lilja: Auður, stolt.
- Lótus: Ráðgáta og sannleiki.
- Orkedía: Glæsileiki, ást, fegurð, hreinsun.
- Gul Poppy: Auður, velgengni.
- Rauðar og gular rósir: Til hamingju.
- Dökkbleikar rósir: Þakkir.
- Bleikar rósir: Ást, þú ert svo yndisleg, fullkomin hamingja, vinsamlegast trúðu mér.
Smelltu á myndirnar til að sjá nokkrar skemmtilegar hugmyndir …
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.