Húsið heitir Villa Bláber og er hönnuð af PS Arkitektur í Svíþjóð
Nafnið fær húsið af umhverfinu í kringum það, enda einstaklega vel staðsett með skóginn, hraunið og stóra steina umhverfis sig. Öll hönnun að innan er mjög nútímaleg og létt. Hvítar innréttingar á móti beyki parketi. Lýsingin er líka einkar vel gerð en nauðsynlegt er að veita lýsingu athygli þegar hugað er að innanhússhönnun.
Það skemmtilegasta við þetta hús er að eigendurnir eru ekki hræddir við að poppa hlutina upp með litum. Sófinn þeirra er fagur bleikur og eldhússtólarnir rauðir og flottir. Yfir eldhúsborðinu hangir svo falleg kristals ljósakróna.
Barnaherbergið er létt og fallegt. En þar búa tvær litlar stelpur sem elska bleika og rauða litinn. Takið einnig eftir baðherberginu en þar er smá “dass” af lit bætt inn í innréttinguna til að lífga hana aðeins upp.
Falleg hönnun á flottum stað
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.