Áttu helling af bókum sem þig vantar pláss fyrir?
Eru bækurnar út um alla íbúð og í smá óreiðu? Þá er um að gera að kíkja á þessar hugmyndir. Á myndunum er sýnt hvernig hægt er að koma bókunum sínum snyrtilega fyrir þrátt fyrir plássleysi.
Vinsælt er að raða bókum eftir litum og kemur það vel út. Flottast finnst mér þó að blanda saman bókum og skrautmunum. Láta bækurnar ýmist liggja eða standa og hafa litla blómapotta, styttur eða annað við hliðiná. Jafnvel setja skrautmuni ofaná þær bækur sem liggja. Einnig er sniðugt að raða bókum saman sem eru með svipað innihald eins og hönnunarbækur, matreiðslubækur, landslagsbækur, spennusögur og svo framvegis.
Svo eru aðrir sem vilja hafa bækurnar sínar í stafrósröð og eru ekkert að spá í því hvernig þetta lítur út og það er bara í fínu lagi líka.
Það er alltaf gaman að fá nýjar hugmyndir og hérna eru nokkrar þrælfínar fyrir bækurnar okkar!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.