Ég rakst á þessar fallegu myndir af íbúð undir súð þegar ég gerði svolitla könnun fyrir mitt eigið heimili.
Sjálf bý ég í svipaðri íbúð sem er undir súð, hátt til lofts með bitum í loftinu og aðalrýmið opið. Það getur verið svolítið ‘trikkí’ að búa undir súð, lítið pláss fyrir myndir á veggjum og maður þarf að úthugsa pláss fyrir hvern hlut sem komið er með inn á heimilið en það gerir mann bara nægjusamari og vandvirkari.
Þetta heimili hér á myndunum fyrir neðan er ferlega skemmtilegt. Taktu eftir því hvernig flest húsgögnin eru létt og ljós og hvernig loftar um allt.
Eldhúsið er svo kapítuli út af fyrir sig. Mjög skemmtileg útfærsla á opnu rými.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.