Danska blaðið Bolig er með þeim skemmtilegri í hillum bókabúða um þessar mundir en í þessu blaði eru yfirleitt alltaf skemmtilegir myndaþættir enda danir meðal evrópumeistara í góðum smekk.
Í fyrra bar svolítið mikið á litríkum hlutum eins og gluggatjöldum, skrautmunum og lömpum í húsbúnaðar og hönnunarblöðum en nú erum við aftur orðin rólegri. Jarðlitir eru ráðandi en ólík efni eru látin spila saman, eins og t.d. kopar, viður, steinn og textíll.
Ég er sérlega hrifin af myndveggnum þar sem stafir eru hafðir með og fjölskyldumyndum er blandað saman við aðrar myndir. Ég hef líka séð veggljós inn á milli svona myndaramma og það getur komið mjög vel út.
Taktu eftir hreinlegu eldhúsinu þarna og þakglugganum en fólkið sem býr í þessu húsi er par um fertugt með fjögur börn. Þau hafa komið fyrir ‘auka’ uppþvottavél í borðstofunni til að gestir geti átt auðveldara með að ganga frá eftir sig. Það er jú svo margt sem er hægt að leyfa sér þegar maður á nóg af plássi… og peningum.
Smelltu á myndirnar í gallerínu til að stækka:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.