Það er fátt skemmtilegra fyrir börnin en að leika sér í litríku og falleg barnaherbergi.
Á sama tíma þarf að passa að hafa ekki of mörg leikföng uppi við og það er góð regla að skipta út dóti barnsins jafnvel á tveggja vikna fresti þannig að barnið fái ekki leið á dótinu sínu — eða verði einfaldlega ringlað ef of mikið af dóti er uppi við eða út um allt gólf.
Því er sniðug og góð lausn að pakka niður í plastkassa og geyma í skáp/eða í kistu t.d. Playmo dótinu á meðan leikið er með lego kubbana og pakka svo kubbunum niður þegar Playmo dótið er tekið fram.
Að skipta dótinu upp gerir það að verkum að börnin njóta sín betur við leikinn, vaða ekki úr einu í annað, læra að taka til eftir sig og fá einnig meira gólfpláss til að leika sér.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.