Þetta mega flotta hús er staðsett í Luxemburg og voru það arkitektarnir hjá Metaform sem hönnuðu það að innan sem utan.
Þeir blanda arkitekt og list saman á einstakan og skemmtilegan hátt en húsið er þakið myndlist í einni eða annari mynd. Frekar speisað… en gaman að því. Þeir vildu ná fram graffiti list ásamt því að arkitekturinn fengi að njóta sín og verð ég að viðurkenna að það tókst það ansi vel.
Lýsingin er einnig afbragðsgóð en þeir leika sér mikið með lýsinguna að utan til að leyfa graffiti verkunum að njóta sín á kvöldin líka. Takið einnig eftir húsgögnunum í húsinu, þau fáu húsgögn sem eru í lit eru í nákvæmlega sömu litunum og listaverkin. Til dæmis rauða eggið, bara algjört Vá Vá Vá!
Ferlega flott hús sem mikið hefur verið lagt í.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.