Það er fátt notalegra en góð lýsing sem fæst t.d. með því að nota kerti og helst nokkuð mikið af kertum saman.
En það er auðvitað nauðsynlegt að vera meðvitaður um hættuna á eldinum og vera “on the safe side” eins og það er sagt á útlenskunni.Hjá GRR-smíði fást þessir dásamlegur kerta-arnar. Þeir eru algjör snilld! Hægt er að setja hvaða kerti og kertastjaka á botninn á þeim sem og ofaná þá. Skreyta með blómavösum, trédrumbum sem fást hjá N1 til dæmis og einhverju einföldu og fallegu skrauti. Myndarammar eru vinsælir ofan á arnana til dæmis einn tveir myndarammar á móti kertum og trédrumbum. Dásamlegt!
Hægt er að fá þrjár mismunandi týpur, svo er bara að raða fallegum kubbakertum í botninn eða ofan á hann og nota viðardrumba undir. Þá ertu komin með þennan líka flotta arinn á góðu verði. Hægt er að nálgast þessa flottu arna á Facebook síðu GRR smíði.
Mæli með svona dásemd fyrir alla, til að gera haustið og veturinn bærilegri. Kósístemning heima – algjört æði!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.