Langar þig stundum að breyta heima hjá þér en vilt ekki fara út í meiriháttar breytingar?
Einfaldast er að bæta við einum lit í stofuna, barnaherbergið, svefnherbergið eða jafnvel baðherbergið. Hægt er að mála einn vegg, setja fallega púða í sófann. Skella kertum í stjaka. Kertin geta verið í fallegum litum, eða jafnvel kertastjakarnir. Setja fallega mynd í ramma og þú ert komin með nýtt útlit án þess að eyða heilum eða hálfum útlimum í útgjöld.
Það er til ótrúlega mikið úrval að fallegum púðum og eins með kerti. Málið er að velja sér sinn uppáhaldslit og fara í búðarrölt. Blanda saman hlutum í svipuðum litum og setja þá upp. Þá er einnig mjög einfalt að skipta því aftur út þegar maður fær leið á litnum.
Hér kemur smá myndaröð með appelsínugula litnum. Frísklegur og flottur!!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.